Fréttir


Ásmundur hættur með Fylki

06-07-2015
Ásmund­ur Arn­ars­son er hætt­ur sem þjálf­ari Pepsi-deild­arliðs Fylk­is í knatt­spyrnu karla, en þetta var staðfest í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu nú rétt í þessu.
 
Ásmund­ur tók við Fylki árið 2012 eft­ir að hafa áður þjálfað Fjölni. Árbæ­ing­ar eru í 7. sæti deild­ar­inn­ar sem stend­ur og eru úr leik í bik­arn­um eft­ir 4:0-tap fyr­ir ÍBV um helg­ina.
 
Til­kynn­ing Fylk­is í heild sinni:
 
Stjórn Knatt­spyrnu­deild­ar Fylk­is og Ásmund­ur Arn­ars­son hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að Ásmund­ur láti af störf­um sem þjálf­ari mfl. Fylk­is frá og með deg­in­um í dag.
 
Fylk­ir vill þakka Ásmundi fyr­ir sam­starfið á und­an­förn­um árum og ósk­ar Ásmundi vel­geng­is í framtíðinni.
 
Ásmund­ur þakk­ar leik­mönn­um og stuðnings­mönn­um Fylk­is fyr­ir sam­starfið á und­an­förn­um árum og ósk­ar Fylki alls hins besta á kom­andi árum.

Samstarfsaðilar