Fréttir


Zoran hættir með Selfoss - Gunnar Borgþórsson tekur við

09-07-2015
Stjórn knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og Zoran Miljkovic hafa komist að samkomulagi um að Zoran láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla þegar í stað. Sunnlenska.is greinir frá. 
 
Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari meistaraflokks kvenna, tekur við stjórn liðsins samhliða Jóni Steindóri Sveinssyni og Elíasi Erni Einarssyni sem hafa verið Zoran til aðstoðar í sumar. 
 
Gunnar mun því þjálfa bæði meistaraflokk karla og kvenna út sumarið. 
 
Selfoss hefur verið að spila langt undir væntingum í 1. deild karla í sumar og er liðið í 10. sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 
 
Kvennalið Selfyssinga er hins vegar búið að vera að gera frábæra hluti í sumar og er búið að vera í toppbaráttunni mestan part tímabilsins þó að liðið sé aðeins búið að fá tvö stig af síðustu níu mögulegum. 
 
Zoran Miljkovic tók við Selfyssingum á nýjan leik síðastliðið haust eftir að hafa einnig þjálfað liðið 2007 og 2008.
 

Samstarfsaðilar