Fréttir


Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ, 15. ágúst

14-07-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands mun halda ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst, í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands. 
 
Hingað til lands koma Aloys Wijnker, yfirþjálfari yngri flokka hjá AZ Alkmaar, og Martyn Heather, yfirmaður fræðslumála hjá ensku úrvalsdeildinni. 
 
 
Athygli er vakin á því að einnig verður haldin bikarúrslitaráðstefna í tengslum við bikarúrslitaleik kvenna, laugardaginn 29. ágúst. Sú ráðstefna verður auglýst á næstu dögum.
 

Samstarfsaðilar