Fréttir


Helgi Sig og Vladan verða aðstoðarþjálfarar Víkings

23-07-2015
Helgi Sigurðsson og Vladan Perasevic hafa verið ráðnir aðstoðarþjálfarar Víkings út tímabilið en Vísir.is greinir frá þessu. 

Ólafur Þórðarson var rekinn frá Víkingi í síðustu viku og Milos Milojevic er nú einn aðalþjálfari liðsins en Helgi og Vladan verða honum til aðstoðar. 
 
 
Helgi er þjálfari 3 og 4. flokks Víkings. Helgi er uppalinn Víkingur en hann spilaði síðast með liðinu árið 2012. 
 
Vladan verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. 
 
„Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. 
 
„Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ 
 

Samstarfsaðilar