Fréttir


Helgi lát­inn fara frá Ried

19-08-2015
SV Ried.pngHelgi Kolviðsson hef­ur verið lát­inn taka pok­ann sinn sem þjálf­ari aust­ur­ríska úr­vals­deild­arliðsins Ried, en eft­ir fimm um­ferðir er liðið á botn­in­um og er aðeins komið með eitt stig í deildinni.

Helgi tók við liðinu í júní­mánuði, eft­ir að hafa áður stýrt Wiener Neusta­dt í sömu deild frá því í nóv­em­ber á síðasta ári.

„Helgi lagði mikið á sig hjá Ried en þrátt fyr­ir það sá stjórn­in ekki aðra lausn í stöðunni,“ sagði í til­kynn­ingu frá stjórn fé­lags­ins, en ákvörðunin var tek­in á sunnu­dag.

Ried hef­ur leikið í efstu deild í Aust­ur­ríki um ára­bil, best náð 4. sæti og af og til spilað í Evr­ópu­keppni, og þá varð fé­lagið bikar­meist­ari 2011, í annað sinn í sög­unni. Helgi er 43 ára gam­all og lék 30 lands­leiki fyr­ir Íslands hönd á sín­um tíma.


Samstarfsaðilar