Fréttir


Ferð fyrir þjálfara til Brommapojkarna

31-08-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands er að skipuleggja ferð til Svíþjóðar til að skoða aðstæður hjá Þorláki Árnasyni og félögum í Brommapojkarna. Ferðin verður farin út miðvikudaginn 21. október og það verður komið heim aftur mánudaginn 26. október. Nánari upplysingar síðar.
 
 
Fylgst verður með æfingum hjá yngri flokkum félagsins, farið á leik í sænsku úrvalsdeildinni og býður félagið upp á fyrirlestur um starfið sitt.

Gist er á 4.stjörnu hóteli við miðbæinn og er kostnaður við ferðina 120.000 kr. Flug, gisting með morgunmat og rúta til og frá flugvelli innifalið.

Ferðin er ætluð þjálfurum sem eru að þjálfa á yngstu stigum knattspyrnunnar (8. - 4.flokk). KSÍ veitir þjálfurum sem hafa lokið B eða A þjálfaragráðu 15 endurmenntunarstig.

Einungis komast 20 þjálfarar í þessa ferð og ef áhuginn er meiri mun stjórn KÞÍ velja eftir eftirfarandi þáttum:
Þjálfaragráða KSÍ.
Meðlimir í KÞÍ.
Starfandi á árinu.

Stuttur skriflegur rökstuðningur skal fylgja umsókn um þátttöku í ferðinni.

Umsóknarfrestur í ferðina er til 8.september.
Frekari upplýsingar fást frá farastjórum
Halldór: irknattspyrna@hotmail.com
Kristinn: kristinn.sverrisson@gmail.com
 

Samstarfsaðilar