Fréttir


Ráðgjöf til knattspyrnuþjálfara við gerð ráðningarsamninga

01-09-2015
Nú er tíminn þar sem þjálfarar eru að endurnýja eða gera nýja samninga við knattspyrnufélög.  KÞÍ vill vekja athygli á þeirri þjónustu sem endurskoðandi og ráðgjafi KÞÍ í samningamálum býður félagsmönnum KÞÍ upp á.
 
 
Diljá Mist Einarsdóttir (dilja@logmal.is) er tilbúin til þess að lesa yfir samninga þjálfara áður en skrifað er undir og koma með ábendingar ef þess þarf varðandi atriði í samningum.  KÞÍ hefur samið um sanngjarnt fast gjald tilhanda þjálfurum fyrir þessa þjónustu sem þjálfarinn greiðir.  Við skorum á þjálfara að nýta sér þessa þjónustu ef þeir eru í einhverjum vafa um atriði í samningum sínum.

Samstarfsaðilar