Fréttir


Srdjan Tufegdzic þjálfar KA næstu tvö árin

20-09-2015
Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn þjálfari KA næstu tvö árin en þetta staðfesti Sævar Pétursson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar félagsins á Twitter.
 
Tufa tók við þjálfun liðsins þegar Bjarni Jóhannsson hætti 11. ágúst síðastliðinn en þá samdi hann út tímabilið.

Liðinu hafði gengið illa í sumar og takmarkið að komast upp í Pepsi-deildina var farið að virðast sem vonlaust verkefni.

Í kjölfarið af þjálfaraskiptunum lagaðist gengi liðsins mikið og KA var aðeins þremur stigum frá 2. sæti deildarinnar eftir lokaumferðina í gær.

Á lokahófi félagsins í gær var svo tilkynnt að Tufa muni þjálfa KA næstu tvö árin í það minnsta.

Hann hefur verið hjá KA í tíu ár, kom fyrst hingað sem leikmaður árið 2006 og spilaði 106 leiki í deild og bikar fyrir félagið. Hann varð síðar aðstoðarþjálfari og nú aðalþjálfari.Samstarfsaðilar