Fréttir


Arnar Sveinn tekur við KH

23-09-2015
Arnar Sveinn Geirsson hefur verið ráðinn þjálfari Knattspyrnufélags Hlíðarenda og kemur til með að stýra liðinu næsta sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
 
 
Arnar Sveinn spilaði með Víkingi Ólafsvík í sumar en hann mun ekki vera áfram með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta ári.

Fréttatilkynning KH:
KH hefur fest sig í sessi meðal öflugustu liða 4. deildarinnar á undanförnum árum en síðustu tvö tímabil hefur liðið komist í úrslitakeppnina. Með ráðningu Arnars Sveins og auknum metnaði í starfi félagsins stefnir það á enn betri árangur í nánustu framtíð.

KH mun leika á spánnýju gervigrasi Vodafone-vallarins næsta sumar en félagið hefur frá stofnun þess leikið á gervigrasinu á Hlíðarenda.

Óljóst er á þessu stigi málsins hvort Arnar Sveinn komi til með að leika með liðinu samhliða þjálfuninni.
 

Samstarfsaðilar