Fréttir


Brynj­ar Gests­son hætt­ur með Fjarðabyggð

01-10-2015
Brynj­ar Þór Gests­son staðfesti það í sam­tali við vefsíðuna fot­bolti.net í dag að hann væri hætt­ur sem þjálf­ari karlaliðs Fjarðabyggðar í knatt­spyrnu.

 

Fjarðabyggð var í topp­bar­áttu í 1. deild karla í sum­ar þangað til um mitt mót en þá dalaði gengi liðsins mikið og 7. sætið varð niðurstaðan.

 

Brynj­ar tók við Fjarðabyggð haustið 2012. Fjarðarbyggð tryggði sér þátt­töku­rétt í 2. deild­inni árið 2013 og ári síðar fóru upp úr 2. deild­inni und­ir stjórn Brynj­ars


Brynj­ar hef­ur áður þjálfað meist­ara­flokk hjá Hug­inn, ÍR, Víði í Garði og ÍH.


Samstarfsaðilar