Fréttir


Óli Stefán orðinn aðalþjálf­ari Grinda­vík­ur

01-10-2015
Óli Stefán Flóvents­son, sem var aðstoðarþjálf­ari karlaliðs Grinda­vík­ur í knatt­spyrnu í sum­ar, er tek­inn við sem aðalþjálf­ari liðsins.
 
Dan­inn Tommy Niel­sen verður ekki áfram þjálf­ari Grind­vík­inga á næsta tíma­bili. Jón­as Þór­halls­son, formaður knatt­spyrnu­deild­ar, staðfesti þetta í sam­tali við vefsíðuna fot­bolti.net í dag.

Tommy var með eins árs samn­ing við Grind­vík­inga og ákveðið hef­ur verið að fram­lengja hann ekki.

„Það er mik­il eft­ir­sjá í Tommy. Ég var mjög ánægður með hann og hand­bragð hans var fag­legt," sagði Jón­as við fot­bolta.net í dag.

Mil­an Stefán Jan­kovic verður aðstoðarþjálf­ari Óla Stef­áns. Jan­kovic þjálfaði meist­ara­flokk Grinda­vík­ur um ár­araðir og er öll­um hnút­um kunn­ug­ur eft­ir að hafa verið bæði sem leikmaður og þjálf­ari í Grinda­vík frá ár­inu 1992.

Grinda­vík endaði í 5. sæti í 1. deild­inni í sum­ar með 36 stig, en liðið sigldi lygn­an sjó um miðja deild nán­ast allt tíma­bilið.


Samstarfsaðilar