Fréttir


Alfreð hættur sem þjálfari Ægis

02-10-2015
merki ÆgirAlfreð Elías Jóhannsson er hættur sem þjálfari Ægis í Þorlákshöfn eftir fimm ára starf. Alfreð kom Ægi upp úr 3. deildinni árið 2012 og liðið hefur haldið sæti sínu í 2. deildinni undanfarin ár.
 
Í sumar var Ægir lengi vel í fallsæti en liðið bjargaði sér með 4-2 sigri á Njarðvík í lokaumferðinni. Ægir endaði um leið í 9. sæti deildarinnar.

„Ég er mjög sáttur með mitt starf hér í Þorlákshöfn," sagði Alfreð við Fótbolta.net í dag.

„Ég er búinn að vera í fimm ár hér og það er langur tími í fótboltanum."

„Næst er bara að klára A stig hjá KSÍ með eðalmönnum," sagði Alfreð við Fótbolta.net.

Áður en Alfreð tók við Ægi þjálfaði hann BÍ/Bolungarvík sumarið 2010 þegar liðið komst upp úr 2. deildinni.

Ekki er ljóst hver eftirmaður Alfreðs verður hjá Ægi en á heimasíðu félagsins kemur fram að leit sé þegar hafin að nýjum þjálfara.

Samstarfsaðilar