Fréttir


Gunnar tekur við kvennaliði Keflavíkur

04-10-2015
Gunnar Magnús Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og gerir hann tveggja ára samning við félagið.  Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta í dag en Gunnar Magnús var í þjálfarateymi karlaliðsins sem kolféll úr Pepsi deildinni í sumar.
 
Gunnar hefur einnig reynslu úr þjálfun hjá yngri flokkum Keflavíkur auk þess sem hann þjálfaði kvennalið Grindavíkur og karlalið Njarðvíkur um tíma.

Gunnar tekur við liðinu af Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni og Gunnlaugi Kárasyni sem stýrðu Keflavík í sameiningu á síðustu leiktíð.

Keflavík vann ekki leik í A-riðli 1.deildar kvenna í sumar og fékk aðeins eitt stig úr tíu leikjum.

Samstarfsaðilar