Fréttir


Ásmundur Arnarsson tekinn við Fram

05-10-2015
Ásmundur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag. Ásmundur þekkir til hjá Fram en hann spilaði með liðinu frá 1997 til 2002. Hann tekur við liðinu af Pétri Péturssyni sem tók við Fram í júní síðastliðnum.
 

„Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa fengið Ása aftur heim," sagði Þorbjörn Atli Sveinsson stjórnarmaður við Fótbolta.net í dag.

„Hann er reynslumikill og frábær þjálfari sem passar fyrir Fram og þau áform sem við höfum um að byggja upp gott lið. Við ætlum okkur flotta hluti á næstu árum."

Ásmundur er reyndur þjálfari en hann var rekinn frá Fylki í júlí eftir að hafa stýrt Árbæingum í þrjú og hálft ár. Ásmundur tók í kjölfarið við ÍBV og stýrði Eyjamönnum út tímabilið.

Framarar enduðu í 9. sæti í 1. deildinni í sumar en stefnt er á að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil.

„Eins og staðan er núna eru allir með samning hjá okkur fyrir utan erlendu leikmennina (Cody Nobles Mizell og Sebastien Uchechukwu Ibeagha). Við sjáum til hvernig þau mál þróast. Við stefnum að því að styrkja hópinn ennþá frekar," sagði Þorbjörn Atli.


Samstarfsaðilar