Fréttir


Reynir Leós tekur við HK

11-10-2015

Reynir Leósson hefur verið ráðinn þjálfari 1.deildarliðs HK en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.
Reynir lék um árabil með ÍA á leikmannaferli sínum auk þess sem hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í Svíþjóð.
 

Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari en hann var aðstoðarþjálfari Fylkis í Pepsi deildinni á síðustu leiktíð, fyrst með Ásmundi Arnarsyni og síðar Hermanni Hreiðarssyni.

Reynir tekur við HK af Þorvaldi Örlygssyni sem hætti með liðið eftir tímabilið og tók nýverið við þjálfun Keflavíkur.

HK endaði í 8.sæti 1.deildar karla í sumar.
 


Samstarfsaðilar