Fréttir


Davíð Snorri í þjálfarateymi Stjörnunnar

15-10-2015

Davíð Snorri Jónasson, sem stýrði Leikni ásamt Frey Alexanderssyni í Pepsi-deildinni í sumar, er genginn til liðs við þjálfarateymi Stjörnunnar.

Davíð Snorri og Freyr sögðu af sér eftir að Leiknir féll niður í 1. deild og er Davíð búinn að finna sér starf hjá Stjörnunni.

Davíð Snorri sér um þjálfun 3. flokks Stjörnunnar auk sérverkefna í meistaraflokk karla.


Samstarfsaðilar