Fréttir


Jói Kalli ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari HK

21-10-2015

Jó­hann­es Karl Guðjóns­son, fyrr­ver­andi landsliðs- og at­vinnumaður í knatt­spyrnu, hef­ur verið ráðinn aðstoðarþjálf­ari HK og mun hann jafn­framt spila með liðinu í 1. deildinni.

Þetta kemur fram á heimasíðu Kópavogsfélagsins en Jóhannes verður aðstoðarmaður Reynis Leóssonar sem nýlega var ráðinn þjálfari eftir að Þorvaldur Örlygsson lét af störfum.

Jó­hann­es lék með Fylk­is­mönn­um á nýliðnu keppn­is­tíma­bili, með Fram í fyrra og Skaga­mönn­um næstu tvö ár þar á und­an. Hjá Fylki lék hann undir Reyni sem var aðstoðarþjálfari Fylkis.

Jóhannes var at­vinnumaður í Belg­íu, Hollandi, Spáni og á Englandi frá 1998 til 2012 þar sem hann lék með Genk, MVV Ma­astricht, RKC Waalwijk, Rer­al Bet­is, Ast­on Villa, Wol­ves, Leicester, AZ Alk­ma­ar, Burnley og Hudders­field. Þá á hann að baki 34 lands­leiki fyr­ir Íslands hönd.

HK hafnaði í áttunda sæti 1. deildarinnar á liðnu tímabili.


Samstarfsaðilar