Fréttir


Ásgeir Aron verður aðstoðarþjálfari Gróttu

22-10-2015

Ásgeir Aron Ásgeirsson hefur verið ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu en hann gerði eins árs samning við félagið í gær. Úlfur Blandon verður þjálfari Gróttu en hann tók við af Gunnari Guðmundssyni.

Ásgeir er uppalinn í KR en hann hóf feril sinn í meistaraflokki með Fjölni árið 2006 og spilaði með þeim til ársins 2009 í efstu deild og 1. deild. Á þeim tíma fór hann með þeim í tvo bikarúrslitaleiki. Ásgeir gekk til liðs við ÍBV árið 2010 og síðan lá leiðin til HK árið 2011. Hann gekk svo aftur í raðir Fjölnismanna árið 2012-2013. Á ferli sínum hefur Ásgeir leikið 149 deildar- og bikarleiki, þar af 48 leiki í efstu deild.

Grótta mun leika í 2. deildinni á næsta ári og mun freista þess að ná sæti sínu aftur í 1. deildinni. Stjórn knattspyrnudeildar lýsir yfir mikilli ánægju með að fá Ásgeir til Gróttu.

„Ásgeir er reynslumikill leikmaður sem verður án efa dýrmætt fyrir liðið í 2. deildinni á næsta ári,“ sagði Hilmar S. Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar Gróttu.


Samstarfsaðilar