Fréttir


Kristján Guðmundson nýr þjálfari Leiknis

24-10-2015

Kristján Guðmundsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari Leiknis en þetta var opinberað á heimasíðu Breiðholtsfélagsins rétt áðan.

Leiknir hafnaði í 11. sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu sumri og féll því niður í 1. deild eftir árs dvöl meðal þeirra bestu. Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson, sem stýrðu Leikni í sameiningu, tilkynntu eftir lokaumferðina að þeir hefðu ákveðið að stíga til hliðar.

Af heimasíðu Leiknis:
Kristján Guðmundsson hefur ritað undir samning þess efnis að hann taki við þjálfun meistaraflokks Leiknis fyrir komandi leiktíð. Kristján Guðmundsson er margreyndur þjálfari og mikill fengur fyrir félagið.

Kristján hefur þjálfað fjölda liða á Íslandi þar á meðal Keflavík, Þór og Val. Kristján þjálfaði einnig um tíma í færeysku úrvalsdeildinni lið HB.

Leiknir er virkilega ánægt með þessa niðurstöðu í þjálfaramálum og væntir mikils af samstarfinu. Kristján bjóðum við hjartanlega velkominn til starfa!


Samstarfsaðilar