Fréttir


Páll Guðlaugsson tekur við B68

26-10-2015

Hinn reyndi Páll Guðlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari B68 í Færeyjum.

B68 komst upp í færeysku úrvalsdeildina á dögunum og Páll hefur nú fengið það verkefni að stýra liðinu þar.

Hinn 57 ára gamli Páll spilaði í markinu hjá B68 árið 1993 og þekkir því aðeins til hjá félaginu.

Páll hefur undanfarin tvö ár þjálfað TB Tvörori í Færeyjum við góðan orðstír. Hann kom liðinu upp í úrvalsdeild í Færeyjum þar sem það endaði í 7. sæti í sumar á nýliðnu tímabili.

Andri Freyr Björnsson og Reynir Magnússon spiluðu undir stjórn Páls hjá TB í sumar.

Páll þjálfaði Leiftur og Keflavík á árum áður sem og Fjarðabyggð árin 2009 og 2010. Páll hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið og mörg félög í Færeyjum á þjálfaraferlinum.


Samstarfsaðilar