Fréttir


Aðalsteinn Aðalsteinsson tekur við Skallagrími

27-10-2015

Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms í Borgarnesi.

Aðalsteinn tekur við af Sigurði Þóri Þorsteinssyni sem stýrði Skallagrími síðastliðið sumar.


Skallagrímur endaði þá í 3. sæti í sínum riðli og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni.

Aðalsteinn er 53 ára gamall en hann hefur undanfarin ár þjálfað hjá Fram.

Í sumar þjálfaði hann 2. flokk Fram og var í þjálfarateymi meistaraflokks félagsins.


Samstarfsaðilar