Fréttir


Arnar Viðars aðstoðar nýjan þjálfara Lokeren

27-10-2015

Þjálfaraskipti urðu hjá belgíska úrvalsdeildarliðinu Lokeren sem varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason leikur með.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, var meðal þeirra sem voru orðaðir við starfið en hinn reynslumikli Georges Leekens, fyrrum landsliðsþjálfari Belga, var kynntur sem nýr þjálfari eftir að Bob Peeters var rekinn um liðna helgi.

Leekens er 66 ára og þekkir vel til hjá Lokeren. Hann þjálfaði liðið 1999-2001 og 2007-2009 en síðast var hann landsliðsþjálfari Túnis.

Arnar Þór Viðarsson verður aðstoðarmaður hans, allavega til að byrja með. Arnar er þjálfari varaliðs Lokeren og var á sínum tíma fyrirliði liðsins. Á síðasta tímabili var hann þjálfari Cercle Brugge en var látinn taka pokann sinn.

Lokeren er í 14. sæti belgísku deildarinnar með 11 stig eftir 12 leiki og er aðeins stigi frá neðsta sætinu.


Samstarfsaðilar