Fréttir


Víglundur ráðinn þjálfari Fjarðabyggðar

29-10-2015

Víglundur Páll Einarsson var í dag ráðinn þjálfari Fjarðabyggðar og skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið.

Víglundur er 32 ára gamall og var spilandi þjálfari Einherja á síðasta tímabili. Hann hefur einnig þjálfað Langevag í Noregi.

Hann hefur sem leikmaður spilað 180 leiki í 1. til 4. deild á Íslandi og hefur þar að auki menntað sig sem þjálfari. Lauk hann B-gráðu KSÍ árið 2008 og A-gráðunni fjórum árum síðar.

Þess má geta að árið 2005 lék Víglundur með Fjarðabyggð í 2. deildinni, en liðið lék í 1. deild á afstöðnu tímabili og endaði í 7. sæti. Um tíma var Fjarðabyggð með í baráttunni um að komast upp í Pepsi-deildina, en Brynjar Þór Gestsson var þjálfari liðsins.


Samstarfsaðilar