Fréttir


Ásmundur Vilhelms tekur við kvennaliði Þróttar

03-11-2015

Ásmundur Vilhelmsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks og 2. flokks kvenna hjá Þrótti til næstu þriggja ára.

Þróttur féll úr Pepsi-deild kvenna í sumar en Ásmundur tekur við liðinu af Haraldi Sigfúsi Magnússyni sem var ráðinn þjálfari um mitt sumar.

Ásmundur er Þrótturum vel kunnur, spilaði um 80 leiki með meistaraflokk karla á sínum tíma, og hefur sinnt ýmsum störfum fyrir félagið. Hann hefur þjálfað áður í meistaraflokki m.a annars hjá ÍH meistaraflokk karla og Hvöt á Blönduósi,

„ Þetta er mjög spennandi og jafnframt krefjandi verkefni sem í vændum er, hér ríkur góður andi og við búum við frábærar aðstæður, mitt verkefni verður að hlúa að ungum leikmönnum, og gera leikmenn enn betri en þær eru í dag," sagði Ásmundur við undirskrift.

„Ásmundur er vel þekktur af einu góðu innan Þróttar. Ég hef þekkt hann í mörg ár, hann fellur vel inn í þau framtíðarplön sem við höfum fyrir Þrótt, og við erum hæst ánægðir með að fá hann til starfa. Nú leitum við af aðstoðarmanni fyrir hann sem mun aðstoða hann við þjálfun þessara tveggja flokka. Ásmundur var á fundi félagsins um Framtíðarsýn Þróttar í gær þar sem hans þekking á félaginu og knattspyrnu kom bersýnilega í ljós, þetta mun nýtast félaginu," sagði Per Rud Yfirmaður knattspyrnumála við undirskrift.


Samstarfsaðilar