Fréttir


Guðmundur tekur við kvennaliði ÍR

05-11-2015

Stjórn knattspyrnudeildar ÍR hefur komist að samkomulagi við Guðmund Guðjónsson að taka við þjálfun meistarflokks kvenna hjá ÍR.

Guðmundur , sem hefur lokið 5. þjálfarastigi KSÍ (UEFA B), er ekki ókunnugur þjálfun kvennaliða en hann var þjálfari 2. Flokks kvenna hjá sameinuðu liði Vals og Þrótta, Þrátt fyrir ungan aldur hefur Guðmundur verið við þjálfun síðan 1998.

„Guðmundur fell vel inn í fyrirhugða stefnu ÍR en það er að efla kvennaknattspyrnuna i Breiðholti, hafa öflug og skemmtilega kvennastarf í hverfinu og gefa ungum efnilegum stúlkum tækifæri á því að blómstra í framtíðinni," segir í tilkynningu félagsins.

„ÍR hefur sett sér háleidd markmið varðandi kvennaboltann og framtíðina og Guðmundur einn af þeim hlekkjum til að mynda þá keðju."

Guðmundur tekur við liðinu af Halldór Þ. Halldórssyni sem lét af störfum hjá ÍR fyrr á árinu.


Samstarfsaðilar