Fréttir


Atli Sveinn tekur við Dalvík/Reyni

07-11-2015

Dalvík/Reynir hefur komist að samkomulagi við Atla Svein Þórarinsson um að hann taki við þjálfun liðsins í 3. deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.  Atli Sveinn hefur leikið með KA, Örgryte í Svíþjóð og Val.

Undanfarin ár hefur hann spilað með KA ásamt því að þjálfa hjá yngri flokkum. Atli Sveinn er fæddur 24. janúar 1980.

„Mikil ánægja er með ráðningu Atla Sveins hjá Dalvík/Reyni og horfa menn til þess að nýta sér reynslu hans en hann hefur leikið 296 leiki og skorað i þeim 25 mörk. Stefnt er að æfingar hefjist strax eftir helgina," segir í tilkynningunni.

Dalvík/Reynir hafnaði í neðsta sæti 2. deildar í sumar og féll.


Samstarfsaðilar