Fréttir


Guðmundur Garðar ráðinn aðstoðarþjálfari Ægis

10-11-2015

Guðmundur Garðar Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Ægi í 2. deildinni. Guðmundur er fæddur 1983 og er frá Selfossi eins og Einar Ottó Antonsson sem ráðinn var nýlega sem aðalþjálfari meistaraflokks.

Guðmundur Garðar hefur áður sinnt þjálfun yngri flokka á Selfossi, með Árborg og nú síðast með meistaraflokk KFR. Guðmundur er íþróttakennari og menntaður íþróttafræðingur.

„Félagið býður Guðmund Garðar hjartanlega velkomin til starfa og hlakkar til að starfa með honum og Einar Ottó að gera meistaraflokk Ægis enn betri á næstu misserum," segir í tilkynningu frá Ægi.


Samstarfsaðilar