Afmælisveisla Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands
Í tilefni af 45 ára afmæli Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands þá ætlum við að bjóða félagsmönnum okkar upp á léttar veitingar næstkomandi föstudagskvöld þann 27. nóvember. Boðið verður upp á létt Tapas hlaðborð á efri hæð Sólon Bistro (Bankastræti 7a) og vel vel valdir skemmtikraftar láta sjá sig á svæðinu og gera grín að þjálfurum.
Partýið hefst kl 20:00 og stendur fram að miðnætti.
Hvernig væri að láta sjá sig og hitta félagana, spjalla saman annars staðar en á fótboltavellinum og gera sér smá dagamun.
Enginn aðgangseyrir. Það eina sem að þú þarft að vera búinn að gera er að borga árgjaldið í félagið og að mæta með góða skapið.
Tilkynna þarf komu sína með tölvupósti kthi@kthi.is