Ólafur Kristjánsson rekinn frá Nordsjælland
Ólafur Kristjánsson hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari FC Nordsjælland.
Erlendir fjárfestar keyptu Nordsjælland í dag og þeir ákváðu að leysa Ólaf frá störfum og ráða Kasper Hjulmand í hans stað.
Hjumland stýrði Nordsjælland frá 2011 til 2014 og þekkir því vel til hjá félaginu. Á síðasta tímabili stýrði hann Mainz í Þýskalandi.
Ólafur hætti með Breiðablik árið 2014 og tók við Nordsjælland.
Nordsjælland er í áttunda sæti af tólf liðum í dönsku úrvalsdeildinni en vetrarfrí er að fara í gang þar.
Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson eru allir á mála hjá Nordsjælland.