Fréttir


Magni Fannberg hættur hjá Brommapojkarna

16-12-2015

Magni Fannberg er hættur störfum hjá sænska félaginu Brommapojkarna en þetta kemur fram á vefmiðlinum mbl.is.

Magni hefur starfað hjá Brommapojkarna í sex og hálft ár en hann var fyrst þjálfari yngri flokka hjá félaginu.

Í ár var Magni þjálfari aðalliðsins sem féll niður í C-deild eftir að hafa einnig fallið úr úrvalsdeildinni í fyrra.

Olof Mellberg, fyrrum leikmaður sænska landsliðsins, tók við Brommapojkarna á dögunum af Magna. Í kjölfarið var Magna boðið annað starf hjá félaginu en hann ákvað að hafna því.

„Ég ákvað að afþakka þetta boð og freista þess að prófa eitt­hvað nýtt. Eft­ir all­an þenn­an tíma hjá fé­lag­inu finnst mér skyn­sam­legra að leita á önn­ur mið frek­ar en að festa mig þar áfram til næstu ára,“ sagði Magni við mbl.is

„Ég hef fundið fyr­ir áhuga ann­ars staðar frá og ætla að láta reyna á það. Mér finnst mest spenn­andi að kom­ast að í þjálf­arat­eymi hjá ein­hverju af stærri liðunum í Svíþjóð, Dan­mörku eða Nor­egi og ætla að sjá til næstu vik­urn­ar hvort eitt­hvað spenn­andi kem­ur inn á borðið í þeim efn­um."


Samstarfsaðilar