Fréttir


Námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna

28-12-2015

KSÍ heldur námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna á Íslandi 8.- 9. janúar 2016. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. Þjálfarar í 11 manna bolta kvenna eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Námskeiðið gefur 5 endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum ef mætt er báða dagana, en 4 ef einungis er mætt á laugardeginum.

Undanfarin 2-3 ár hefur það verið áberandi í flestum landsleikjum U17 og U19 kvenna að andstæðingar Íslands hafa verið í betra ásigkomulagi líkamlega en íslensku liðin. Síðastliðið ár hafa verið gerðar margskonar líkamlegar mælingar á leikmönnum allra kvennalandsliðanna og niðurstöður benda til þess að þörf sé á átaki í líkamlegri þjálfun leikmanna í 11 manna bolta kvenna á Íslandi. Fyrirlesarar munu m.a. leggja fram gögn þessu til stuðning og koma með tillögur að lausnum.

Fyrirlesarar verða:

  • Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads DFF í Svíþjóð, en hún mun fjalla um hvernig líkamlegri þjálfun er háttað hjá Kristianstads DFF og í sænska kvenna fótboltanum.  
  • Kristján Ómar Björnsson en hann framkvæmir líkamleg próf á kvennalandsliðum Íslands. Hann mun leggja fram niðurstöður mælinganna og fara ítarlega í framkvæmd þeirra. Hann mun einnig koma með tillögur að æfingum til að bæta líkamlegt ástand leikmanna.
  • Dean Martin sem sér um líkamlega þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Hann mun kynna hvernig hann vinnur með liðið og einstaklinga innan þess.

 

Dagskráin

Föstudagur 8. janúar, Kórinn

20:00-21:00        Kristján Ómar framkvæmir mælingar á U17 ára landsliði kvenna

Laugardagur 9. janúar, höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli

10:00-11:00        Mælingar kvennalandsliðanna - Kristján Ómar Björnsson

11:10-11:40        Líkamlega þjálfun mfl. kvenna hjá Breiðabliki - Dean Martin

11:40-12:40        Matarhlé

12:40-14:00        Kröfur eða kjaftæði - Elísabet Gunnarsdóttir

Félög sem eiga leiki þennan laugardag eru hvött til að setja leikina ekki ofan í námskeiðstímann svo þjálfara þeirra geti verið viðstaddir námskeiðið.

Sendið tölvupóst á dagur@ksi.is til að skrá ykkur á námskeiðið.


Samstarfsaðilar