Fréttir


Ríkharður Jónsson í Heiðurshöll ÍSÍ

30-12-2015

Heimk­h­arður Jóns­son var tek­inn inn í Heiðurs­höll ÍSÍ í kvöld í Hörpu þar sem íþróttamaður árs­ins er krýnd­ur.

Rík­h­arður er einn fremsti knatt­spyrnumaður Íslands frá upp­hafi en hann lék 33 lands­leiki og skoraði í þeim 17 mörk. Auk þess varð hann Íslands­meist­ari sex sinn­um með ÍA en hann lék 185 leiki með Skaga­mönn­um og skoraði í þeim 139 mörk. 

Rík­h­arður bæt­ist í hóp frá­bærra íþrótta­manna sem eru í Heiðurs­höll­inni. Sá fyrsti sem komst í hana var Vil­hjálm­ur Ein­ars­son en auk hans eru þar: Bjarni Friðriks­son, Vala Flosa­dótt­ir, Sig­ur­jón Pét­urs­son, Jó­hann­es Jós­efs­son, Al­bert Guðmunds­son, Krist­ín Rós Há­kon­ar­dótt­ir, Ásgeir Sig­ur­vins­son, Pét­ur Guðmunds­son, Gunn­ar Huse­by, Torfi Bryn­geirs­son og Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona sem var tekinn inn í heiðurshöllina í kvöld um leið og Ríkharður.

Ríkharður var sæmdur gullmerki Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands á 40 ára afmælisfagnaði KÞÍ 2010.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands óskar Ríkharði til hamingju með útnefninguna.


Samstarfsaðilar