Fréttir


KSÍ IV þjálfaranámskeið 5.-7. febrúar

02-02-2016

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 5.-7. febrúar 2015. Námskeiðið fer fram í Reykjavík, Hveragerði og á Akranesi.

 

Dagskrá námskeiðsins má finna hér.  

Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.   

Opið er fyrir skráningu og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.   

Eftirfarandi upplýsingar þurfa og fylgja skráningu: 

  • Nafn 
  • Kennitala 
  • Símanúmer 
  • Tölvupóstfang 
  • Félag   

Þátttökugjald er kr. 25.000. Innifalið er rúta til og frá Hveragerði og Akranesi sem og léttur hádegisverður í Hveragerði.     

Hægt er að greiða á staðnum eða með því að leggja inn á reikning Knattspyrnusambands Íslands: 0101-26-700400 Kt. 700169-3679   

Æskilegt er að fólk sem greiðir í heimabanka sendi kvittun í tölvupósti á dagur@ksi.is.


Samstarfsaðilar