Fréttir


Þórður hættur með ÍA

01-08-2016

merki ÍAÞórður Þórðarson er hættur sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA og lætur aðstoðarmaður hans, Ágúst Valsson, einnig af störfum. 

 

Kristinn H. Guðbrandsson og Steindóra Sigríður Steinsdóttir taka við liðinu út tímabilið, en þau búa bæði yfir mikilli reynslu úr íslenska knattspyrnuheiminum. 

Kristinn er fyrrverandi leikmaður Keflavíkur á meðan Steindóra er fyrrverandi leikmaður ÍA og hafa þau bæði leikið yfir 100 leiki fyrir félögin í efstu deild. 

„Þórður Þórðarson óskaði nýlega eftir að láta af störfum af persónulegum ástæðum," stendur á vefsíðu ÍA. 

„Stjórn KFÍA vill nota tækifærið og þakka Þórði fyrir gott samstarf og framúrskarandi störf fyrir KFÍA. Ágúst fær sömuleiðis þakkir fyrir góð störf. Stjórn óskar nýjum þjálfurum til hamingju með nýja starfið og hlakkar til samstarfsins."


Samstarfsaðilar