Fréttir


Jón Stefán rekinn frá KF

12-08-2016

merki KFJón Stefán Jónsson, þjálfari KF, hefur verið rekinn úr starfi en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag. KF er í neðsta sæti 2. deildar með sex stig en liðið tapaði 4-0 gegn Sindra í fyrrakvöld. 

 

„Samningum minum var sagt upp strax að loknum leik við Sindra á Hornafirði á miðvikudag," sagði Jón Stefán við Fótbolta.net í dag. 

„Auðvitað er maður sársvekktur með þessa niðurstöðu en þessi leikur gengur út á úrslit og stigasöfnun sem var augljóslega ábótavant. Hvort það var svo mér að kenna er annað mál sem ekki er gott að ræða í fjölmiðlum." 

„Ég vil þakka strákunum og þeim stjórnarmönnum sem réðu mig á sínum tíma kærlega fyrir samstarfið og óska þeim alls hins besta í framtíðinni." 

Jón Stefán þjálfaði Dalvík/Reyni í 2. deildinni síðari hlutann á síðasta tímabili. Hann hefur einnig stýrt meistaraflokki kvenna hjá Haukum sem og yngri flokkum hjá Þór. 


Samstarfsaðilar