Fréttir


Guðmund­ur hætt­ur með Njarðvík

29-08-2016

merki NjarðvíkGuðmund­ur Stein­ars­son er hætt­ur sem þjálf­ari 2. deild­arliðs Njarðvík­ur í knatt­spyrnu.

Á vef Njarðvík­inga kem­ur eft­ir­far­andi fram:

„Stjórn knatt­spyrnu­deild­ar­inn­ar hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi við Guðmund Stein­ars­son um að láta af störf­um sem þjálf­ari meist­ara­flokks fé­lags­ins. Vill stjórn deild­ar­inn­ar nota tæki­færið og þakka Guðmundi fyr­ir gott sam­starf und­an­far­in ár en Guðmund­ur hef­ur þjálfað meist­ara­flokk síðustu þrjú tíma­bil. Rafn Vil­bergs­son leikmaður fé­lags­ins mun stýra liðinu út keppn­is­tíma­bilið.“

Njarðvík­ing­ar töpuðu á heima­velli fyr­ir Sindra á laug­ar­dag­inn og eru þeir í átt­unda sæti deild­ar­inn­ar.


Samstarfsaðilar