Fréttir


Moli hættur hjá Þór/KA eftir ellefu ára starf

31-10-2016

Siguróli Kristjánsson, Moli, er hættur sem aðstoðarþjálfari Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna.

Moli hefur verið aðstoðarþjálfari Þórs/KA í ellefu ár eða síðan haustið 2005.

„Moli kom þá inn í þjálfarateymi liðsins með Dragan Stojanovic og hefur því staðið vaktina í brúnni í ellefu tímabil. Moli á mjög stóran þátt í uppbyggingu liðsins og velgengni undanfarin ár," segir á heimasíðu Þórs.

„Þáttur Mola með Þór/KA er stór og skarðið sem hann skilur eftir sig er stórt. Frábær þjálfari, litríkur og karakter."

Halldór Jón Sigurðsson, Donni, tók við Þór/KA af Jóhanni Kristni Gunnarssyni á dögunum.

Donni hefur áður þjálfað meistaraflokk karla hjá Þór undanfarin tvö ár.


Samstarfsaðilar