Fréttir


Jón Stefán aðstoðar Úlf hjá Val

01-11-2016

Jón Stefán Jónsson kemur inn í þjálfarateymi Vals í Pepsi-deild kvenna sem aðstoðarþjálfari.

Jón Stefán verður aðstoðarmaður Úlfs Blandon sem tók við Val af Ólafi Brynjólfssyni á dögunum.

„Valur er risastórt félag á Íslandi, sagan segir það. Mikil hefð er fyrir kvennaknattspyrnu í félaginu og krafan á árangur er skýr. Mér finnst mikill heiður að vera treyst fyrir þjálfun í þessum flokkum hjá Val og lít á þetta sem virkilega spennandi tækifæri," sagði Jón Stefán.

Jón Stefán mun einnig þjálfa 3 og 2. flokk kvenna hjá Val.

Í sumar þjálfað Jón Stefán lið KF í 2. deild karla en í fyrra var hann þjálfari hjá Dalvík/Reyni. Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá Þór sem og meistaraflokk kvenna hjá Haukum.


Samstarfsaðilar