Fréttir


Atli Már Rúnarsson tekinn við Dalvík/Reyni

02-11-2016

Atli Már Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Dalvíkur/Reynis í 3. deildinni.

Atli tekur við liðinu af nafna sínum Atla Sveini Þórarinssyni sem hætti á dögunum þegar hann tók við 2. flokki KA.

Á dögunum hætti Atli Már sem þjálfari hjá Magna Grenivík eftir fimm ára starf.

Atli þekkir til hjá Dalvík/Reyni því hann stýrði liðinu 2010 og 2011. Fyrra árið kom hann liðinu upp úr 3. deildinni.

Dalvík/Reynir endaði í 8. sæti í 3. deildinni í sumar eftir að hafa fallið úr 2. deildinni í fyrra.


Samstarfsaðilar