Fréttir


Orri Þórðarson þjálfar FH áfram

04-11-2016

FH hefur gengið frá þjálfaramálum næsta tímabils hjá meistaraflokki kvenna. Orri Þórðarson hefur endurnýjað samning sinn við félagið og mun því stýra liðinu áfram í Pepsi-deild kvenna á næsta leiktímabili.

Þetta verður þriðja árið sem Orri stýrir liðinu, en á fyrsta ári hans með liðið vann það sér sæti í úrvalsdeildinni og á síðustu leiktíð náði liðið svo að halda sæti sínu í deild þeirra bestu með mjög flottum árangri; niðurstaðan var sjötta sætið og 17 stig.

Orri er kominn með nýjan mann sér til aðstoðar, en sá heitir Hákon Atli Hallfreðsson. Hákon Atli er fyrrum leikmaður FH, en hann hefur lítið sem ekkert spilað síðastaliðin ár vegna erfiðra meiðsla.


Samstarfsaðilar