Fréttir


Kári Ársæls verður annar tveggja aðstoðarþjálfara Blika

06-11-2016

Kári Ársælsson er orðinn annar tveggja aðstoðarþjálfara karlaliðs Breiðabliks. Hann verður því þeim Arnari Grétarssyni þjálfara liðsins og Sigurði Víðissyni, aðstoðarþjálfara liðsins til halds og trausts.

Sigurður tók við aðstoðarþjálfara stöðunni af Kristóferi Sigurgeirssyni sem tók við Leikni R. í Inkasso-deildinni nú nýverið.

Hann þekkir ansi vel til í Kópavogi en hann spilaði 166 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 13 mörk.

Kári varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið 2010 og einnig bikarmeistari árið á undan en hann var fyrirliði liðsins.

Blikar vinna nú hörðum höndum í að byggja upp lið eftir að hafa misst af Evrópusæti á síðustu leiktíð.


Samstarfsaðilar