Fréttir


Gögn frá ráðstefnu AEFCA á Ítalíu

10-11-2016

Ársþing  AEFCA , Samtaka Evrópskra Knattspyrnuþjálfarafélaga, var í ár haldið í Como á Ítalíu 4-6 nóvember.   Fyrir hönd KÞÍ fóru þeir Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður og Kristján Guðmundsson varaformaður á þingið.

Sigurður var í kjöri til Aðalstjórnar AEFCA á þinginu og tókst að ná kosningu til næstu fjögurra ára.  Það er von okkar að með þessu náist rödd Norðurlandaþjóða sem og  rödd minni þjóða að heyrast sterkar inni á stjórnarfundum AEFCA .

Nokkrir góðir fyrirlestrar voru fluttir á þinginu og eru hér tenglar inn á þá athygliverðari og þá sem við fengum afhenda á ensku.  Fyrirlestrarnir/glærurnar skýra sig að mestu sjálfar :

Akademían hjá Rennes  – á frönsku en hægt að lesa úr myndum hvað átt er við.

Samtök þjálfara og leikmanna á Ítalíu um hvernig staðið er að námskeiðshaldi við þjálfun á fötluðum einstaklingum.

Akademían hjá Inter – uppbygging þjálfunar,  og  í lokin æfingar sem voru framkvæmdar á æfingu u-17 liðsins í kjölfar fyrirlestursins.

Brasilía - hvaðgerðist - Parreira

Króatía - Námskrá

Menntun þjálfara á Ítalíu

Menntun þjálfara í N-Ameríku

Inter - Akademía

Fatlaðir - Þjálfun

 


Samstarfsaðilar