Fréttir


Jón Páll tekur við Stord

10-11-2016

Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn þjálfari hjá Stord í Noregi en hann gerði tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu.

Jón Páll hefur undanfarin þrjú tímabil þjálfað Klepp í úrvalsdeild kvenna í Noregi en hann lét af störfum eftir tímabilið.

Stord er staðsett á milli Bergen og Haugasund.

Liðið endaði í 12. sæti af 14 liðum í sínum riðli í norsku C-deildinni í ár og leikur því í D-deildinni að ári.

Jón Páll er 34 ára gamall en hann þjálfaði kvennalið Fylkis, karlalið Hattar og yngri flokka hjá FH á Íslandi áður en hann hélt út til Noregs.


Samstarfsaðilar