Fréttir


Bryngeir Torfason tekur við Víði Garði

11-11-2016

Bryngeir Torfason hefur tekið við þjálfun 2. deildarfélagsins, Víðis Garði en þetta staðfesti félagið á Facebook síðu sinni í dag.

Tommy Nielsen var með liðið síðasta sumar en hann tók við yngri flokka þjálfun hjá Þrótti.

Bryngeir hefur mikla reynslu í þjáflun yngri leikmanna og hefur UEFA A þjálfaragráðu. Hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Breiðablik, Fjölni og Fylki, KR og HK með góðum árangri. Bryngeir þjálfaði Reynir Sandgerði sumarið 2008. Hann tók einnig við tímabundinni þjálfun HK ásamt Tryggva Guðmundssyni árið 2013.

Víðir hafnaði í 2. sæti 3. deildarinnar síðastliðið sumar og verður því í 2. deild á næstu leiktíð.


Samstarfsaðilar