Fréttir


Knattspyrnuþjálfararáðstefna í Svíþjóð

30-11-2016

Knattspyrnuþjálfara félögin á  Norðurlöndum standa sameiginlega að ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð  fyrir knattspyrnuþjálfara helgina 27-29 janúar næstkomandi.

Ráðstefnan er opin öllum þjálfurum í 11 manna bolta en markhópurinn er þjálfarar og yfirþjálfarar eldri flokka sem og akademíu þjálfarar.  Mikil umræða hefur skapast á Íslandi um hvar næstu skref skal taka í þjálfun yngri leikmanna okkar og ber flestum saman um að bætingin þarf að verða í tveimur elstu flokkunum og hjá afrekshópum. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir okkur að viða að okkur upplýsingum og sjá hvað er verið að gera í löndunum í kringum okkur í þjálfun þessara aldursflokka.

Farið inn á síðuna http://www.nordiccoaches.com/ til að sjá dagskrána og allar aðrar upplýsingar. 

Smellið á „inregistrering „  til að skrá ykkur á ráðstefnuna. 

Full þátttaka á námskeiðinu í Gautaborg veitir 15 endurmenntunarstig á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðunum.


Samstarfsaðilar