Fréttir


KÞÍ fréttir.

16-02-2017

Kæru félagar.

Knattspyrnufélag þjálfarafélag Íslands er nú að láta laga þessa vefsíðu, ásamt því að setja inn nýjar upplýsingar. Þó nokkur vinna mun fara í að uppfæra upplýsingar og annað sem við viljum að sé í lagi á komandi árum. Síðan verður áfram opin en við hvetjum félagsmenn til þess að fylgjast með framvindu síðunnar á komandi mánuðum. Nýkjörin stjórn KÞÍ er að vinna í mörgum spennandi hlutum sem verða kynntir fljótlega.

Stjórn KÞÍ vinnur nú hörðum höndum að því að uppfæra upplýsingar á síðunni, setja upp auglýsingadálka, myndasíðu og uppfæra eldri upplýsingar. Ef þú kæri félagsmaður vilt koma einhverju á framfæri til þess að gera þennan vef meira spennandi, þá vinsamlegst sendu okkur póst á doribolti@hotmail.com. Vefsíðan verður áfram aðgengileg, en það má búst við því að allar upplýsingar og nýjar fréttir verði ekki 100% réttar þar sem við erum að prófa okkur áfram. 

Knattspyrnukveðjur KÞÍ.

 


Samstarfsaðilar