Fréttir


Árgjald KÞÍ

29-05-2017

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

 

Um næstu mánaðamót munu knattspyrnuþjálfarar fá sendan rafrænan greiðsluseðil fyrir árgjaldi KÞÍ. Greiðsluseðillinn verður birtur sem valgreiðsla í heimabanka og að þessu sinni sendur öllum knattspyrnuþjálfurum sem einhvern tímann hafa greitt hafa árgjald KÞÍ.

 

Árgjaldið verður óbreytt frá síðasta ári, 6.000 krónur. Að þessu sinni mun áskrift að MY COACH, sem er hugbúnaður ætlaður knattspyrnuþjálfurum, fylgja með árgjaldinu, en stjórn KÞÍ vinnur að því að gera samning um kaup á umræddum hugbúnaði. Mun nánara fyrirkomulag þessa verða kunngert eins fljótt og kostur er en stefnt er að því að búið verði að ganga frá samningi um kaup á hugbúnaðinum eigi síðar en um miðjan júní.

 

Stjórn KÞÍ biðlar til allra knattspyrnuþjálfara að greiða árgjaldið sem eru megintekjur félagsins. Um þessar mundir er unnið að því að efla starf KÞÍ og hefur stjórn félagsins m.a. af því tilefni ráðið starfsmann í hlutastarf (20% starfshlutfall). Er það formaður félagsins, Sigurður Þórir Þorsteinsson, sem gegnir því starfi. Markmið stjórnar KÞÍ með þessu er að efla þjónustu við félagsmenn og vinna enn ötulla að hagsmunamálum knattspyrnuþjálfara landsins, vera virkur málsvari þjálfara og að stuðla að aukinni menntun þeirra.

 

Er það von stjórnar KÞÍ að knattspyrnuþjálfarar bregðist vel við þessu og styðji stjórnina til enn betri verka.

 

Loks er athygli vakin á því að ódýrara er fyrir félagsmenn á viðburði á vegum KÞÍ ef árgjald er greitt, t.d. á árlegar bikarúrslitaráðstefnur. Hinn 11. júní nk. er fyrirhuguð ráðstefna á vegum KÞÍ í tengslum við leik Íslands og Króatíu. Ráðstefnan verður auglýst síðar en þeir sem greitt munu hafa árgjaldið fyrir 8. júní mun bjóðast ráðstefnan ódýrara en þeim sem ekki hafa greitt og/eða eru ófélagsbundnir KÞÍ.

 

 

 

Virðingarfyllst,

stjórn KÞÍ.


Samstarfsaðilar