Fréttir


My Coach kynning fyrir félagsmenn KÞÍ

08-06-2017

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

 

Líkt og fram kom í auglýsingu á dögunum frá stjórn KÞÍ er unnið að því að gera samning um kaup á hugbúnaðinum My Coach sem m.a. er ætlaður knattspyrnuþjálfurum og mun fylgja árgjaldi félagsmanna fyrir árið 2017.

Af því tilefni stendur KÞÍ fyrir kynningu á hugbúnaði þessum sunnudaginn 11. júní nk., kl. 16:15, í húsakynnum ÍSÍ, sal D. Thomas De Pariente, einn fyrirsvarsmanna My Coach, mun annast kynninguna sem fram fer á ensku. 

Aðgangur er ókeypis en ráðgert er að kynningin taki um eina klukkustund.

 

Stjórn KÞÍ.


Samstarfsaðilar