Fréttir


BDFL: Þjálfararáðstefna Þýska knattspyrnufélagsins 24. júlí til 26. júlí 2017.

18-06-2017

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur fengið boð um að senda einn fulltrúa á árlega ráðstefnu Þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins. Ráðstefnan verður haldin í Bochum en hún byrjar. mánudaginn 24. júlí kl. 09:00 og endar miðvikudaginn 26. júlí kl. 13:00.  Ráðstefnuviðburðirnir verða í RuthCongress Bochum (RCB) og á knattspyrnuvellinum Vonovia Ruhrstadion. Hátt í 1000 þjálfarar munu sækja ráðstefnuna þetta árið og því vonumst við til þess að einhver frá Íslandi geti farið á hana og skilað síðan inn skýrslu til KÞÍ að henni lokinni. ATHUGIÐ að ráðstefnan fer fram á þýsku og því þurfa umsækjendur að skilja og tala þýsku. Aðal viðfangsefnið á ráðstefnunni verður: Að skora mörk / sóknarleikur.

https://www.bdfl.de/images/ITK_2017_Text_Homepage_15032017.pdf

https://www.bdfl.de/trainerkongress/aktuelles.html

 

 

Umsóknarfrestur verður til kl. 20:00 fimmtudaginn 22. júní næstkomandi. Við í stjórn KÞÍ þurfum að skila inn nafni þess sem fer fyrir hönd félagsins fyrir 23. júní. BDFL getur ekki tryggt þátttöku né gistingu ef umsókn frá KÞÍ berst ekki á réttum tima. Ef fleirri en einn sækja um að fá að fara í ferðina þá mun stjón KÞÍ velja þann félagsmann sem þeir telja ákjósanlegastann.

Ráðstefnugjald, gisting og uppihald á ráðstefnunni verður fulltrúa KÞÍ að kostnaðarlausu en viðkomandi þarf sjálfur að bóka og greiða fyrir flugið.  Sjá meðfylgjandi auglýsingu frá BDFL. 

KÞÍ tekur við umsóknum á kthi@kthi.is, en nánari upplýsingar fást líka hjá Halldóri ( Dóra ) í síma 8916320. 

 

 

Með knattspyrnukveðjum.

Stjórn KÞÍ


Samstarfsaðilar