Fréttir


Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ 12. ágúst 2017

01-08-2017

Líkt og undanfarin ár munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir veglegri ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer laugardaginn 12. ágúst.

 

Það er mikill heiður að tilkynna að aðalfyrirlesari þetta árið er Þjóðverjinn Bernd Stöber, en hann er yfirmaður þjálfaramenntunar hjá Þýska knattspyrnusambandinu.

Óhætt er að segja að uppgangur Þýskalands á knattspyrnusviðinu hefur verið mikill undanfarin ár. Þýsk landslið, allt frá A-landsliðunum niður í yngri landslið, hafa unnið nánast allt sem hægt er að vinna, bæði í karla- og kvennaflokki.

 

Stöber á að baki langan feril í þjálfun og hefur þjálfað marga af bestu leikmönnum Þýskalands. Hann þjálfaði t.a.m. U15 ára landslið Þýskalands í 20 ár, frá 1987 til 2007 en einnig hefur Stöber þjálfað U20 ára lið Þjóðverja og starfaði sem aðstoðarlandsliðsþjálfari U21 árs liðs Þjóðverja um stund. Stöber hefur starfað hjá Þýska knattspyrnusambandinu samfleytt frá árinu 1987. Hann hefur gengt starfi yfirmanns þjálfaramenntunar frá árinu 2009.

 

Stöber er með íþróttafræði menntun frá Háskólanum í Köln auk þess að vera handhafi UEFA Pro þjálfaragráðu. Og það er mikill heiður að fá hann hingað til lands.

 

Einnig mun Milos Milojevic, sem nýverið útskrifaðist með UEFA Pro þjálfaragráðu frá Serbíu, fjalla um sína aðferð við að kenna hápressu, skyndisóknir og skipti úr sókn í vörn og vörn í sókn.

 

Ráðstefnan er bæði bókleg og verkleg og dagskrá hennar má sjá hér örlítið neðar. Ráðstefnan er jafnframt opin öllum, kostar 4.500 kr. fyrir meðlimi í KÞÍ*, 7.500 kr. fyrir aðra og innifalið í verðinu er hádegisverður.  Athugið að miði á úrslitaleikinn er ekki innifalinn í verðinu.

Skráning er hafin: https://goo.gl/forms/yQB3FaLSSqkiNiYu2

* Greiða þarf árgjald KÞÍ fyrir fimmtudaginn 10. ágúst til að njóta þessara kjara. Óskir þú eftir að ganga í Knattspyrnuþjálfarafélagið, vinsamlegast sendu tölvupóst á kthi@kthi.is

 

Ráðstefnan fer fram í sal ÍSÍ á 2. hæð að Engjavegi 6 (bóklegt) og á æfingasvæði Þróttar R. (verklegt).

 

Ráðstefnan telur sem 7 tímar í endurmenntun á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðum.

 

Dagskrá, 12. ágúst 2017

9.00-9.10        Opnun ráðstefnunnar

9.10-10.10      Our way to success - Bernd Stöber                                                                       Bóklegt

10.10-10.30    Kaffihlé

10.30-11.30    Building up from the back against an organised opponent - Bernd Stöber         Verklegt

11.30-12.30    Hádegisverður

12.30-14.30    Hápressu, skyndisóknir og skipti úr sókn í vörn og vörn í sókn - Milos        Bóklegt og verklegt

14.30-15.00    Leikgreining á liðunum sem leika til úrslita

 

Einnig verður haldin Bikarúrslitaráðstefna í tengslum við úrslitaleiks Borgunarbikars kvenna sem fram fer föstudaginn 8. september. Sú ráðstefna verður auglýst síðar.


Samstarfsaðilar